Þjónusta um páska

Stofan er lokuð í dymbilvikunni þ.e.a.s. 6.- 8. apríl. Einnig verður lokað um páskana.

Ef um alvarlegar bilanir á tannréttingatækjum er um að ræða þá má senda póst á tannretingaklinikin@gmail.com

Þriðjudaginn 14. apríl verður símavarsla 10:00-12:00.

Vegna Covid-19 sjúkdómsins fylgjum við tilmælum frá Heilbrigðisráðuneytinu sem tóku gildi mánudaginn 23. mars 2020 sem segir að allri ónauðsynlegri heilbrigðisþjónustu þ.m.t. tannlæknaþjónustu skuli hætt tímabundið til að hefta útbreiðslu Covid-19 faraldursins.

Við verðum með símavörslu virka daga kl. 10:00 - 12:00 og sinnum eftir umtali nauðsynlegri þjónustu.

Sjúklingar sem eiga bókaðan tíma eiga ekki að mæta. Viðkomandi fær símtal frá okkur til að fá nýjan tíma staðfestan.

Invisalign

ósýnilegar spangir

Við bjóðum upp á meðferð með Invisalign ósýnilegum tannréttingagómum. Meðferðin felst í því að nota lausa tannréttingagóma sem þekja allt yfirborð tannanna og eru þeir glærir. Meðferðin getur falið í sér að nota allt upp í 40 – 50 sett af gómum.

Ágætu Vestfirðingar.

Ég hef sinnt íbúum á norðanverðum Vestfjörðum í yfir 20 ár.

Ég mun halda áfram komu minni og sinna þeim sem eru í tannréttingum hjá mér ásamt því að taka við nýjum sjúklingum.

Frá og með 1. janúar 2021 mun ég hins vegar hætta komu minni á Ísafjörð. Ég mun að sjálfsögðu starfa áfram sem sérfræðingur í tannréttingum á stofu minni í Hlíðasmára 17, Kópavogi, og eru Vestfirðingar hjartanlega velkomnir þangað áfram.

Kveðja,

Berglind Jóhannsdóttir, tannréttingasérfræðingur.

Berglind á Ísafirði

-

ATH: Vegna óvissu í samfélaginu að sökum COVID-19 veirunnar er óvíst hvenær Berglind verður næst á Ísafirði. Vinsamlegast fylgist með vefsíðu okkar varðandi frekari fréttir. 

Kær kveðja, 

Berglind Jóhannsdóttir tannréttingasérfræðingur

Lesa meira

Hvar erum við?