Tannréttingaklíníkin fer í sumarfrí frá og með 26. júlí.
Við opnum aftur 17.ágúst kl. 09:00. Við verðum með opið 2. ágúst 9:00 -11:00 fyrir þá sem þurfa á nauðsynlegri þjónusta að halda. Ekki verður svarað í síma en þeir sem þurfa á þjónustu á að halda eru velkomnir á þessum tíma. Við bendum líka á neyðarvakt Tannlæknafélags Íslands en upplýsingar eru á tannsi.is.
Gleðilegt sumar.
AFGREIÐSLUTÍMI
S. 564 6640
Hlíðasmára 17, Kópavogi
Mánudaga - föstudaga | 09:00 - 12:00 & |
12:30- 15:00 |
Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst eða skilaboð á FB Messenger |
ÞARF ÉG TANNRÉTTINGAR?
Smelltu hér til að skoða 6 merki sem gefa til kynna að þú þurfir tannréttingar.
FYRSTA SKOÐUN
Við fyrstu skoðun eru tennur og bit skoðuð. Oft þarf að taka röntgenmyndir til frekari greiningar t.d. kjálkabreiðmynd, sem er yfirlitsmynd af kjálkum og tönnum. Ekki þarf tilvísun frá tannlækni.
Hægt er að bóka fyrstu skoðun í síma: 564-6640 og í afgreidsla@tannrettingaklinikin.is
BERGLIND JÓHANNSDÓTTIR
Útskrifaðist sem tannlæknir frá tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1989. Sérnám í tannréttingum stundaði Berglind á árunum 1992 – 1995 við Háskólann í Bergen, Noregi. Hún fékk sérfræðiréttindi í Noregi árið 1995 og á Íslandi árið 1996.
SÝNILEG MEÐFERÐARTÆKI
Algengasta tegund tannréttingar, hinar hefðbundnu spangir eru samansettar úr kubbum sem límdir eru á framhlið tanna, og vír sem festur er á kubbana og réttir tennurnar. Stálspangir eru algengastar en einnig er hægt að fá glærar spangir sem sjást mun minna.
ÓSÝNILEG MEÐFERÐARTÆKI
Við bjóðum upp á Invisalign tannréttingar með ósýnilegum tannréttingagómum. Berglind er sérfræðingur í tannréttingum sem að auki hefur sérhæft sig í Invisalign meðferðartækni.
GREIÐSLULEIÐIR
Hægt er að dreifa greiðslubyrðinni með því að gera jafngreiðslusamning fyrir allri tannréttingar meðferðinni.
HAFÐU SAMBAND