Tilkynning varðandi COVID-19 faraldur

Opnunartími er nú eðlilegur. 

Vinsamlegast athugið að ef mikið álag er á símkerfinu þá er velkomið að senda okkur tölvupóst á afgreidsla@tannrettingaklinikin.is ef bóka eða breyta þarf tímum.

Við þurfum áfram að virða 2 metra regluna á biðstofunni okkar og biðjum við fylgdarfólk að yfirgefa tannlæknastofuna á meðan við meðhöndlum barnið.

Ef grunur er um COVID-19 smit vinsamlega komið ekki á stofuna. Hafið samband símleiðis eða sendið okkur tölvupóst og endurbókið tímann.


Invisalign

ósýnilegar spangir

Við bjóðum upp á meðferð með Invisalign ósýnilegum tannréttingagómum. Meðferðin felst í því að nota lausa tannréttingagóma sem þekja allt yfirborð tannanna og eru þeir glærir. Þess háttar tannréttingar meðferð getur falið í sér að nota allt upp í 40 – 50 sett af gómum.

Berglind á Ísafirði

-

Berglind verður á tannlæknastofunni á Ísafirði þann 23. október næstkomandi og verður það jafnframt síðasta skipulagða vinnuferð hennar þangað.

Kær kveðja, 

Berglind Jóhannsdóttir tannréttingasérfræðingur

Lesa meira

Ágætu Vestfirðingar.

Ég hef sinnt íbúum á norðanverðum Vestfjörðum í yfir 20 ár.

Ég mun halda áfram komu minni og sinna þeim sem eru í tannréttingum hjá mér ásamt því að taka við nýjum sjúklingum.

Frá og með 1. janúar 2021 mun ég hins vegar hætta komu minni á Ísafjörð. Ég mun að sjálfsögðu starfa áfram sem sérfræðingur í tannréttingum á stofu minni í Hlíðasmára 17, Kópavogi, og eru Vestfirðingar hjartanlega velkomnir þangað áfram.

Kveðja,

Berglind Jóhannsdóttir, tannréttingasérfræðingur.

Hvar erum við?