BEISLI

Beisli er laust tannréttingatæki sem aðallega er notað á kvöldin og á nóttunni. Það er fest á sérútbúnar festingar sem eru límdar á 2 efrigómsjaxla, sitt í hvorri hliðinni. Síðan kemur band sem liggur aftur fyrir háls. Beisli er stundum notað eitt sér eða t.d. með gómplötu eða spöngum. 

Beisli getur þannig leiðrétt bit, minnkað lárétt yfirbit og rýmkað til fyrir tönnum í þrengslum. Virkni beislisins er með þeim hætti að það ýtir jöxlunum aftur eða kemur í veg fyrir að þeir færist fram. Einnig er hægt að nota beislið til að hemja framvöxt efri kjálkans þannig að neðri kjálkanum gefst færi á að vaxa hlutfallslega meira fram og minnka þannig lárétt yfirbit.