BÖRN

Skoðun og fortannréttingar

Mælt er með því að börn fari í fyrstu skoðun fyrir tannréttingar við 7 ára aldur. Við þann aldur er hægt að greina ýmsar tann- og bitskekkjur þó svo að barnatennur séu ennþá til staðar. Sum vandamál er æskilegt að leysa strax við þennan aldur t.d. þvingunarkrossbit. Flest börn eru í tannréttingum á aldrinum 9 – 14 ára, sum þurfa fyrst að fara í forréttingu áður en meðferð með spöngum hefst en sumir þurfa að bíða þar til vexti er lokið til hefja tannréttingameðferð.

Fortannréttingar eru inngrip með lausum plötum, föstum tækjum eða öðrum aðferðum sem ætlað er að koma í veg fyrir óæskilega þróun bits eða vöxt kjálka í barnatannsetti eða blönduðu tannsetti áður en tannskiptum er lokið. Slík meðferð gerir okkur kleift að:

  • Stýra vexti kjálka og hjálpar tönnum að vaxa inn í rétt bit
  • Stjórna breidd efri og neðri tannboga
  • Rýmka fyrir aðþrengdum tönnum
  • Forðast úrdrátt fullorðinstanna
  • Upphefja ávana sem geta haft áhrif á eðlilega þróun bits

Forréttingar útiloka ekki þörf á meðferð með föstum tannréttingatækjum, spöngum/teinum síðar eða þegar tannskiptum lýkur.

Einnig skalt þú skoða 6 viðmið sem gæti gefið þér vísbendingu hvort barnið þitt þurfi tannréttingameðferð eður ei.