Incognito: Spangir á bakhlið tanna

Incognito eru spangir fyrir alls kyns sjúklinga og tilfelli. Þær eru festar á bakhlið tanna og sjást þar af leiðandi ekki. Það er auðvelt að þrífa Incognito spangir, og eru þær sérhannaðar á hvern sjúkling. Bæði kubbarnir og vírarnir fyrir Incognito spangir eru framleiddir með nýjustu CAD/CAM tækni. Slétta hönnunin á gull-kubbunum gerir þá þægilega og auðveldar tal með spangirnar.

Vegna hönnunar og hráefna eru Incognito töluvert dýrari en venjulegar stálspangir. Einnig getur meðferðin tekið töluvert lengri tíma og ber því að skoða alvarlega hvort Incognito sé fyrir þig.