JAFNGREIÐSLUSAMNINGUR

Hugmyndin með jafngreiðslusamningi er sú að jafna út þann kostnað sem viðskiptavinur verður fyrir þegar hann eða barn á hans vegum fer í tannréttingameðferð. Þegar meðferð hefst er gerður samningur um hversu há mánaðarleg greiðsla á að vera og hversu lengi þarf að greiða, t.a.m. kr. 25.000 í 24 – 30 mánuði.

Þegar greiðslur frá sjúkling byrja er þannig í raun stofnaður sjóður í nafni sjúklingsins. Þegar meðferð hefst síðan og þegar nægjanleg innistæða er inni á sjóði sjúklingsins er gefinn út reikningur fyrir þeirri vinnu sem framkvæmd hefur verið. Útgefnir reikningar nýtast síðan sjúkling (eða forráðamönnum hans) til að innleysa þá endurgreiðslu frá SÍ sem sjúklingur á rétt á. Skuldajafnað er á milli aðila í lok meðferðar. Svona samningur býðst vaxtalaus fyrir sjúkling eða forráðamann sjúklings, en ef ekki er staðið í skilum með mánaðalega greiðslur, leggjast vextir á greiðsluna. Meðferð er stöðvuð ef ekki er greitt skv. samningi 3 mánuði í röð.

Áður en lokagögn eru tekin og spangir fjarlægðar þarf innistæða í sjóði að vera nægjanleg. Sé innistæða ekki næg, er gerð krafa um staðgreiðslu á mismun, en einnig er hægt að ljúka greiðslu með greiðslukorti eða raðgreiðslu.