Hvernig greiðir maður fyrir meðferð í tannréttingum ?

Hægt er að dreifa greiðslubyrðinni með því að gera jafngreiðslusaming fyrir allri meðferðinni. Með þeim hætti er kostnaðinum vegna tannréttingameðferðar dreift jafnt yfir meðferðartímann.

Krafa birtist í heimabanka greiðanda fyrsta dag hvers mánaðar. Svona samningur býðst vaxtalaus fyrir sjúkling eða forráðamann sjúklings, en ef ekki er staðið í skilum með mánaðarlegar greiðslur bætast vextir við. Meðferð er stöðvuð ef ekki er greitt samkvæmt samningi í þrjá mánuði. Skuldajafnað er á milli aðila í lok meðferðar.

Annar kostur er að gera upp hvern tíma fyrir sig með staðgreiðslu, greiðsluseðli eða kreditkorti. Athugið að svo hægt sé að ljúka meðferð og fjarlægja spangir þarf að gera upp eldri skuldir ef þær eru til staðar. Einnig þarf að ganga frá lokagreiðslu daginn sem spangir eru fjarlægðar, staðgreitt eða með kreditkorti (og möguleiki er á raðgreiðslusamningi).

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða hluta af tannréttingum.

Meðferðarkostnaður á tannréttingameðferð fer eftir umfangi meðferðarinnar en tannréttingavandamál eru af margvíslegum toga og er kostnaður háður því. 

  • Kostnaður á fyrstu skoðun er 5.300 – 13.000 kr
  • Tannréttingameðferð með spöngum í báða tannboga kostar á bilinu 850 – 1.300 þúsund kr.
  • Meðferð með spöngum í annan tannbogann kostar á bilinu 500 – 800 þúsund kr.
  • Tannréttingameðferð með spöngum í báða tannboga þar sem einnig þarf að gera kjálkafærslu kostar á bilinu 1.200 – 1.600 þúsund kr.
  • Kostnaður á fortannréttingum hjá börnum ennþá í tannskiptum er 200 – 400 þúsund kr.
  • Invisalignmeðferð kostar á bilinu 500 – 1.100 þúsund kr.
  • Nánari upplýsingar um kostnað fyrir meðferð getur þú nálgast með því að hafa samband og koma í fyrstu skoðun.