Líf með spangir

Þegar þú ert með spangir er algengt að finna fyrir ákveðnum óþægindum og í sumum tilvikum geta vandamál orðið óbærileg, og er þá best að skoða neyðartilfella hluta síðunnar.

Almenn óþægindi, aumur munnur og viðkvæmar tennur.Þetta er algeng tilfinning þegar þú ert nýbúin/nn að fá teina eða nýkomin/nn úr strekkingu, og getur varað í 3-5 daga. Hægt er að minnka óþægindin með því að skola munninn með volgri saltvatnslausn. Leystu upp eina teskeið af salti í 200ml af vatni. Einnig geturðu tekið verkjalyf, svipuð og tekin eru venjulega fyrir höfuðverk og öðrum mildum sársauka.

Oft á tíðum er nauðsynlegt að nota beisli eða teygjur samhliða spöngum.

Tannhirða er tímafrekari þegar spangir eru á tönnunum en ákaflega mikilvæg. Slæm tannhirða getur tafið fyrir færslu tannanna og þannig lengt meðferðina. Einnig aukast líkur á tannskemmdum og tannholdsbólgum ef tannhirðan er slæm. Mælt er með notkun á tannþræði og flúorskoli til viðbótar við tannburstunina.

Nánar um hreinsun tanna.