SJÚKRATRYGGINGAR

Sjúkratryggingar Íslands og endurgreiðsla kostnaðar við tannréttingar: Ef einstaklingur er með klofinn góm, meðfædda vöntun margra fullorðinstanna eða sambærilega alvarlegan vanda. Í þessum tilvikum greiða Sjúkratryggingar Íslands 95% kostnaðar. (Kafli IV í reglugerð nr. 698/2010)

Sjúkratryggingar Íslands veita styrk að upphæð 100.000 kr. vegna tannréttinga sem krefjast spanga á tennur annars góms en 150.000 þurfi spangir á tennur beggja góma. Er þá átt við tannréttingarmeðferð með föstum spöngum á a.m.k. 10 fullorðinstennur hvors góms. Skilyrði er að meðferð með föstum tækjum hafi hafist fyrir 21 árs aldur. Þá er skilyrði að meðferð sé veitt af sérfræðingi í tannréttingum.

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiðir allt að 150 þús. kr. vegna meðferðar með föstum tækjum. Tannréttingasérfræðingurinn sækir um endurgreiðslu fyrir sjúklinginn eftir að gögn hafa verið tekin og greiða Sjúkratryggingar Íslands 150 þúsund króna styrk beint til sérfræðingsins við ísetningu fastra tækja sem gengur upp í áætlaðan heildarkostnað.

Sjá nánar um reglur SÍ.