Tími með spangir

Tannréttingameðferð með föstum tannréttingatækjum (spöngum/teinum) tekur 2 - 3 ár fyrir flesta, en lengur ef sérstaklega stendur á. Meðferðin tekur lengri tíma ef tannhirða er ekki nægilega góð. Slæm tannhirða getur tafið fyrir færslu tannanna og þannig lengt meðferðina. Tannrétting krefst oft notkunar á hjálpartækjum t.d. beisli, gómplötu eða teygjum a.m.k. um tíma.

Ef hjálpartækin eru ekki notuð eins og skildi lengir það meðferðartímann. Ef börn eða unglingar virðast ekki tilbúin til að leggja á sig aukna vinnu t.d. við tannhirðu eða við notkun hjálpartækja er rétt að bíða með að hefjast handa.